Færsluflokkur: Bloggar

írskir dagar...

Góða og blessaðan dag gott fólkSmile  Er búinn að vera frekar lítið í tölvunni síðan ég kom heim þannig að ekki er ferðasagan komin ennþá en hún kemur svo kann ég ekkert að setja inn myndir hérna vefst eitthvað fyrir mér að læra þetta verð að fá hjálp til þess vonandi fæ ég hana miklu skemmtilegra að skrifa og geta sett inn myndir ekki sattWhistling  Fórum í sveitina mína á síðustu helgi slatti af minni fjölsk hittist þar og var verið að hreinsa fjöruna og gekk það vel þó svona verk taki aldrei enda endalaust sem kemur af allskonar drasli þarna og allt þetta timbur maður minnW00t  svo er ég ennþá að reyna ná að klára að þvo 5 fullar ferðatöskur af fötum úff en sé fyrir endan á því næstu dagaErrm  

Svo verður nú aldeilis skemmtilegt hérna á skaganum um helgina mikil daskrá fyrir alla búið að skreyta bæinn okkar flott og slatti var komin á tjaldstæðið í gærkveldi enda veður gott ég fæ gesti í kvöld svo það verður grillað eins og á flestum stöðum hér í bæ götugrill um allan skagann svo er hið fræga Lopapeysu ball annað kvöld en unga fólkið mitt ætlar á það en við gamla settið ætlum nú bara að hafa það notalegt hér heima með okkar gestum nenni ekki að fara á svona sammkomur með svona miklum fjöldaWink  vona bara að allt fari vel framm og fólk hagi sér vel það er fyrir öllu kannski maður sjái eitthvað af bloggvinum á röltinu hér á skaganum um helgina aldrei að vita hafið öll sem eitt yndislega helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr knús á línunaHeart

Komin heim....

Jæja ætla aðeins að kíkja inn og láta vita af mér Ferðin var alveg meiriháttar höfðum það öll rosa gott allir brúnir og sællegir enda veður frábært reyndar orðið aðeins of heitt síðustu vikuna og fannst mér bara kalt þegar við komum heim í nótt brrr en þar sem það er svo mikið að gera hjá mér núna skrifa ég meira um ferðina eftir helgi takk fyrir öll kvittin Elskur ætla að reyna að kíkja á sem flesta aðeins og kvitta hafið góða helgi öll sem eitt knús á línunaKissing Heart

Ég fer í fríið

Jæja ætla bara að henda inn smá færslu og kveðju þá er komið að sumarfríinu okkar til krít förum snemma í fyrramálið allt orðið klárt troðfullar töskur af strandfatnaði og öðru úff mikið sem fylgir með allan hópinn kem aftur 25 júní það er nú ekki víst að ég komist neitt í tölvu þarna ekki mjög tölvuvæddir á krít en leynist samt á fáum stöðum kannski ég reyni að henda inn smá fréttum annars bara þegar heim er komið þar sem ég náði ekki að kommenta hjá fáum þá sendi ég ykkur bara kveðjur og hafið það gott hér í sumrinu heima knús á Línuna Heart InLove Kissing

Home Alone

Ein ég sit og saumaGetLost  Neinei ekki svo Dugleg já Er barasta ein heima á Föstudagskvöldi allt liðið mitt út og suður feðgarnir fóru í bíó á mynd sem ég hef ekki áhuga á að sjá enda fer ég svona ca 1 sinnu á ári í bíó ef svo oft finnst miklu betra að horfa á góðar myndir heima í mínum Lazy BoyKissing  Ein dóttirin að vinna brjálað að gera á Dóminós í megaviku svo fóru 2 vestur í dag ætlaði nú aldeilis að vera dugleg og gera eitthvað af viti meðan friður er en nei settist og er búinn að vera horfa á sjónvarpið æ bara næsFootinMouth  njóta sín í þögninni sem er hér núnaW00t  kveikti bara á kertum fékk mér kaffi og konfektmola hvað er hægt að hafa það betraWhistling  ætla að fara blogghringin og kíkja hvað fólk hefur verið að bralla í dag hafið góða nótt Elskur knús á línunaHeart Sleeping

smá aðstoð bloggvinir

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


Sjónvarpsgláp..

Góðan dag gott fólkKissing
já það var nú heldur betur tekið á því í gær og setið fyrir framan sjónvarpið í nokkrar klukkustundir je minn var föst við lazy boy stólinn til kl 2 í nóttW00t horfði fyrst á Leikinn og já var ánægð með úrslitin þar frábær leikurWizard síðan horfði ég á Greys...og kl 11 byrjaði American Idol Æðislega skemmtilegur þáttur frábær skemmtiatriði og strákarnir voru báðir alveg meiri hátta flottir en var nú samt viss um að David hinn ungi myndi vinna þetta hann syngur alveg rosalega vel strákurinn en David Eldri var nú þrusu góður líka svo ég var bara sáttHeart eins gott að svona sjónvarpskvöld koma ekki oft því þá yrði nú lítið úr verki hjá manniWink 

Svo er önnur dóttir mín að fara útskrifast á ísafirði á Laugardag en því miður komust við ekki vestur en 2 systur hennar ætla að fara svo hún fær einhvern til sín þessi elska Glæsilegt hjá henni fékk æðislegar einkannir og útskrifast með stæl sem sjúkraliðiKissing en hún kemur nú til okkar á mánudag þá getum við knúsað hana því hún ætlar með okkur til krít og vera í 2 vikur með okkur þessi elskaInLove já það styttist heldur betur í okkar sumarfrí allir orðnir voða spenntir að fara enda yndislegt að vera í sælunni á krít förum 28 og verðum við 4 vikur aldrei verið svona lengi í fríi en Maggi minn á það svo virkilega skilið að slappa vel á eftir mikla vinnu ekki veitir honum af svo mikið er vístInLove 
jæja svo er það Euro í kvöld við verðum að vona það besta fyrir okkar fólk að við komust áframm svo allir að senda góða strauma til þeirra áframm íslandKissing hafið það gott öll sem eitt knús á línunaKissing


Hamborgari

Er nú yfir höfuð ekki mikið fyrir hamborgara nema ef ég elda þá sjálf með allskonar gúmmelaði veit ekkert verra en bensínstöfðar borgara FootinMouth  En 13000 þúsund fyrir kjöt í brauði je minn gæti boðið öllum sem ég þekki eina með öllu fyrir þennan peningW00t  en hvort myndu þið borða á efri eða neðri hæðinniWhistling
mbl.is Hamborgari á 13.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggleti...

jæja ætla aðeins að henda inn smá færslu svo fólk sé ekki að óska mér ennþá góðrar ferðar til Akureyri því sú ferð var fyrir vikuWhistling En takk samt elskur fyrir öll kvittinKissing það var svakalega gaman í höfuðstað norðurlands margt að gera þar fyrir okkur svo ekki tókst mér að hitta bloggvinkonur sem búa fyrir norðan sorrý Elskur en kem örugglega aftur í sumar og þá verðum við að ákveða hittingKissing svakalega flottur og góður staður sem bróðir minn rekur þarna á akureyri góður matur og súper þjónusta á Krúa siam mæli með að þið norðanfólk prófið að borða þarnaInLove 

Annars hef ég verið frekar lítið við tölvuna þessa viku var að passa ömmustelpuna hún vill nú fá athyglina sú stutta alltaf svo gaman hjá okkurKissing svo var útskriftar veisla hjá Dóttir minni í gær hún var svo flott og æðisleg veisla gaman að hitta fólkið sitt og spjallaHeart 

nú er litli ömmustrákur hjá mér hann fékk að gista eina nótt hann var svo mikið að knúsa ömmu áðan þegar amma var að svæfa hann allgjör gullmoli með sín stóru brúnu fallegu augu og flottu krullurnarInLove svo verður nú skroppið í borgina á morgun og eitthvað skemmtilegt gert og skila litla kút til mömmu sinnar. hafið öll sem eitt ljúfan sunnudag knús á línunaHeart


Löng helgi frammundan

já nú er hvítasunnuhelgin frammundan veðurguðirnir hafa ákveðið að hafa hana vætusama og frekar kalt á norðurlandi einhver snjókoma líka piff hver vill svoleiðis þegar sumar er komið en það er ekkert spurt að þvíWoundering margir sjálfsagt sem ætla að vera á faraldsfæti um helgina enda engin ástæða til annars held ég það birtir upp um síðir eins og sagt erWhistling við erum að hugsa um að skella okkur til Akureyrar snemma í fyrramálið og hafa gaman af það eru nú komin nokkuð mörg á síðan við komum þar svo það verður gamanKissing Hafið góða helgi Elskur og þið sem verðið á þjóðvegum landsins farið varlega svo allir komist heilir heim knús á línunaHeart


Ferðin...

Farðin til Manchester gekk alveg ljómandi vel okkur fannst alveg rosalega gaman að heimsækja þessa borg Við komum frekar seint á föstudagskvöldinu en tékkuðum okkur inn á hótelið svo var farið að kíkja aðeins í kringum staðinn margir matsölustaðir að loka en einn ítali náði að lokka okkur inn á ítalskan stað sem var bara fínt því við vorum svöng sumir fengu sér pizzu, kjúklingapasta og fl þetta smakkaðist bara þokkalega vel en svo byrjuðu 2 konur að skúra í kringum okkur og mögnuð klórlygt gaus upp sem var ekki góð fannst mér ekki hugglegt að gera þetta meðan fólk var enn að borða hummm..en síðan var bara skriðið í koju allir þreyttir og hvíla sig fyrir næsta dagWink

Vöknuðum snemma farið í morgunverð flott hlaðborð..Síðan var stefnan tekin á nýja flotta STÓRA mollið já það er víst það stærsta í Bretlandi úff þvílíkt og annað eins mikil yfirferð þar á ferð enda komust við ekki nema yfir part af því og allir matsölustaðirnir þarna je minn langaði að smakka á öllumW00t en svo var svona smá kínhverfi þarna inni með kíverskum stöðum og endaði á að fá mér Appelsínu önd þar nammi namm svakalega góð og skolað niður með einum köldumWhistling þarna erum um 55 matsölustaðir kvikmyndahús barir kaffihús og endalaust af búðum minn maður hafði nú lúmskt gaman af að skoða þetta þó hann sæi allar þessar verslanirTounge Enda var svo sem ekki mikið verslað þarna aðeins á ömmukrílinSmile en þetta tók sinn tíma að skoða vorum frá hálf 11 til hálf 5 já tíminn bara leið svo hratt...Síðan var nú bara brunað upp á hótel í smá skökun og sest í sjóðandi heitt bað ah það var sko næsKissing borðum á svona lala stað ekki meira en það um kvöldið en okkar val svo ekkert um það að kvarta sátum svo úti og sötruðum bjór framm eftir kvöldi því veðrið var yndislegt sofnuðum sæl og ánægð eftir góðan dagSleeping

Sunnudagurinn rann upp og jú rigning en þá var ákveðið að skreppa til að skoða Old trafford og ekki sé ég eftir því þetta var meiri háttar gaman að upplifa þetta og hlusta á söguna fengum leiðsögumann um allt svæðið gaman að skoða aðstöðu leikmanna og fl en kom mér samt á óvart hvað þetta er frekar smátt í sniðum fengum að skoða allan völlinn og tók ég heilan helling af myndum síðan var nú farið í mega store búðina og verslaðir Manchester búningar á liðið og fl dót frekar dýrt en kannski ekki miðað við heima sé sko ekki eftir þessari ferð þarna og verð að éta ofan í mig að jú það hlýtur að vera mikið upplifelsi að vera á svona fótbolta leik og upplifa stemminguna maður sér þetta í allt öðru ljósi héðan í fráW00t já haldið ykkur fast mín sko horfði á heilan leik frá old trafford þið vitið hvaða leik Whistling já maður getur skipt um skoðun á gamals aldriWizard Síðan um kvöldið lét ég eftir kallinum að borða á Hard rock hann elskar þann stað og þar var líka æðislegt að borða og þjónustan til fyrirmyndarSmile síðan röltum við um allt og skoðað ég var nörruð í að fara í parísar hjólið je minn er svo lofthrædd að hálfa væri nóg en lét mig hafa það og lokaði bara augunum´fyrsta hringinn en opnaði þau svo smátt og smátt og mikið var útsýnið flott en kalla púkarnir þurftu endilega að fara stríða okkur og tala um að skrúfur væru að losna djööö hefði getað lamið þá en hefni mín seinnaTounge sofnuðum sæl og ánægð eftir æðislegan dagSleeping

Mánudagurinn var dagur heimferðar svo öllu pakkað saman og við skráð út um kl 12 en þar sem við höfðum nánast allan daginn fyrir flug þá var bara rölt um og skoðað farið á kaffihús og fl fórum í loftið um kl 10 um kvöldið flugið heim fínt með smá hristing þegar langast var aðflug í keflavík enda rok hér heima....En verð að seigja að það sem stóð upp úr var old trafford en þetta er skemmtileg borg og mikið að skoða ef meir tími er í svona ferð mæli með að kíkja þangað engin svikin með það en vonandi get ég farið að setja inn myndir hér langar svo að sýna ykkur ennnn ég kann það ekki hafið það gott og skemmtið ykkur við lestur Elskur knús inn í daginnKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband