Rauðvín..

Mér Finnst Rauðvín voða gott með góðum mat og fl En hvernig skyldi þetta Rauðvín bragðast sem er svona dýrtW00t  En Rauðvín er svo sem rosalega misjafnt sumar tegundir betri en aðrar eins og gengur og gerist hef smakkað ódýr vín og líka frekar dýr en sumt þetta sem er á viðráðanlegu verði er bara ekkert verra en það sem er dýrt eða hvað hvað veit ég fagmenn vita kannski betur en 40 millur í svona eðaldrykki verði honum að góðuWizard  Held mig bara við mitt Rauðvín sem er vel innan við 2000 þús og finnst gottKissing
mbl.is Dýrt rauðvín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elskan mín ég drekk ekki rauðvín mér finnst það svo vont.

Eigðu góðan sunnudag Brynja mín

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst rauðvín gott, en ekki hvað sem er. Hef ágætan smekk fyrir þessum ódýru.  Læt það duga.   Drinking Red Wine skál

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það væri gaman að smakka.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Er sammála þér, finnst rauðvín gott með mat og fleiru, kaupi alltaf það ódýrasta hér í ríkinu 990.- kr það er alveg drekkandi

Svanhildur Karlsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Brynja skordal

Katla já mörgum finnst Rauðvín vont sem er bara gott mál sömuleiðis hafðu góða sunnudag

Ásdís já það eru sko til ljúfeng Rauðvín þó ódýr séu auðvitað höfum við góðan smekk skál flott mynd

Hólmdís já óneitalega væri gaman að smakka á þessu dýra víni en kannski er það bara eðal gott hlýtur að vera dýr er dropinn

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Brynja skordal

Já það er nefnilega málið Svanhildur á meðan við smökkum ekki þennan dýra þá erum við ánægðar

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðar veigar ylja! Í fallegum glösum með kertljósi og góðum mat. Fullkomið!

Vínin frá Suður-Afríku og Chile hafa reynst mér góð.

Edda Agnarsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:38

8 Smámynd: Brynja skordal

Edda já mikið satt hjá þér toppurinn En sama og ég versla alltaf Chile og suður Afríku lang best....

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:45

9 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Þá er nú gott að sleppa þessu alfarið  Hef ekki ennþá fundið hjá mér mikla löngun í að drekka áfengi, það kannski kemur eftir þrítugt, tvö ár þá til stefnu  Hefur oft langað til að fá mér í glas eins & hinir en finnst þetta svo vont .... ennþá allaveganna

Eigðu góðan dag

Dagbjört Pálsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:51

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já það væri gaman að smakka en ætli maður mundi tíma að kyngja sopanum

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.4.2008 kl. 12:29

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Iss, ég drekk bara rauðvín sem kostar 20.000 ... glasið! Hehehhe, djók. Gott rauðvín er gott, óháð verði. Drekk samt hrikalega sjaldan, held að í mér búi hálfgerð bindindismanneskja sem vill komast út úr skápnum einn daginn ... heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:20

12 Smámynd: Siggan

Rauðvín er vín sem ég hef aldrei kunnað að meta. Að vísu er ég hvort sem er hætt að drekka nokkurt vín ! Kv. Siggan

Siggan, 20.4.2008 kl. 14:49

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst rauðvín ótrúlega gott, það er líka hollt fyrir konur, því það styrkir beinin og gott fyrir blóð og bein.  Í hófi náttúrulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 15:15

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er greinilega ekki sama vín og rauðvín.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:19

15 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

mmm ég væri til í að smakka þetta vín

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.4.2008 kl. 20:04

16 Smámynd: Linda litla

Þetta er víst alveg örugglega rosalega flott eðalvín.

Annars myndi ég ekki borga 5 kall fyrir rauðvín, mér finnst það alveg hræðilega vont.

Linda litla, 20.4.2008 kl. 23:14

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fyrir mörgum árum síðan var mér boðið upp á rauðvín sem kostaði mörg þúsund krónur og verð ég nú bara að segja að mér fannst það ekkert betra en þetta ódýrara sem ég var vön að kaupa!

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 23:39

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Djö... dýrt þetta.

Mér finnst rauðvín gott með súkkulaði. Prófaðu...

Annars drekk ég ekki rauðvín,ég fæ svo illt í liðamótin af því.

Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 00:02

19 Smámynd: www.zordis.com

Rauðvín eru svo mismunandi ... ég er hrifin af spænskum vínum, Rioja vínin klikka aldrei og svo er torres líka góður.  Já og verðið ekki ýkja dýrt heldur!

Eitt á dag kemur hjartanu í lag (hér átti að vera hjarta)

www.zordis.com, 21.4.2008 kl. 00:02

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég elska gott rauðvín. Þegar ég var í London um daginn og pantaði mér vín með matnum var ég alltaf spurð hvort ég vildi franskt eða ástralskt, það var eins og önnur lönd kæmu ekki til greina.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:42

21 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Sit uppi með takmarkað úrval af rauðvínum sem ég get keypt mér í ríkina á skaganum. Verð alltaf að kaupa baby flöskurnar, manninum mínum finnt rauðvín verra en allt sem vont er svo þegar flöskurnar sem sturtað var úr í vaskinn eftir að hafa tekið úr þeim eitt glas voru orðnar óteljandi þá bara hætti ég að kaupa það. Ekkert gaman að sitja einn og sötra rauðvín heldur nema stundum. Er algjör hænuhaus, eitt koníaksstaup er ágætt fyrir mig. Svo babybottles eru það bara. Kaupi bara fjórar í einu og á rauðvín í marga mánuði. Hah.

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:44

22 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Rauðvínið er alveg ágætt, en ég væri nú ekki til í að borga 40 millur fyrir það. Eigðu góðan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 14:42

23 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er ekki mikið fyrir rauðvín. Finnst hvítvín og rósavín miklu betra. En þó eru einstaka rauðvín ágæt. Myndi aldrei borga mikið fyrir rauðvínsglas samt. Myndi eyða peningnum í eitthvað skemmtilegt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:50

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skál í boðinu, þó seint sé!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.4.2008 kl. 16:57

25 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, skál allar....nei annars það er mánudagur.  Góða nótt Brynja mín.

Sigrún Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:18

26 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég reyni að halda mig við rauðvín í ódýrari kantinum, hef meira að segja prufað sjálf að búa til mitt eigið rauðvín og gekk bara ljómandi vel

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:34

27 Smámynd: Oddrún

mér finnst rauðvín voða gott og ætlaði einhverntíma að prófa eitthvað dýrt og gott,,, það reyndist dýrt og ekkert spes, hét Chateau Cantenac Brown og kostaði flaskan mig tæpar 6000 krónur. Núna held ég mig við rauðvín í ódýrari kantinum og er bara nokkuð sátt

Oddrún , 22.4.2008 kl. 00:56

28 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Gallinn við rauðvín er að þegar ég smakka gott rauðvín hugsa ég með mér Jáhá ég ætla að kaupa mér flösku af þessu næst þegar ég kaupi vín. Þegar ég kem svo í ríkið þá er mér alveg fyrirmunað að muna hvaða déskollans rauðvínið hét eða hvernig flaskan leit út. Enda alltaf á Forrest Gump aðferðinni Þessari með konfektkassann, Svo verður það bara hluti af kvöldinu að komast að því hvort maður hafi fengið góðan mola eða slæman.

Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 11:24

29 Smámynd: Brynja skordal

já Bárður klikkaði alltaf á þessu líka en var svo sniðug nú tek ég mynd af flöskunni og næ að kaupa það góða sem ég smakkaði í það skiptið En hitt getur líka verið skemmtilegt með góða eða slæma molan takk öll fyrir æðisleg komment elskur

Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 11:34

30 Smámynd: Tiger

  Ég hef aldrei getað vanist því að drekka léttvín, rauðvín eða hvítvín eða annað sull.. so to spík. Ég hef reynda aldrei verið mikill drykkjugaur en skvetti í mig á svona fjögurra ára fresti. Fæ mér reyndar einn og einn bjór þegar ég ferðast erlendis en aldrei hérna heima. Knús á þig Brynja mín og eigðu yndislegan dag.

Tiger, 22.4.2008 kl. 13:41

31 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég mundi aldrey kaupa mér dýrt rauðvín, það er hægt að fá 3 flöskur af rauðvíni her á tilboði á 99 dkr og er það mjög gott, ef að ég fæ mér rauðvín þa má það ekki vera þurrt, súrt eð a sætt, bara melló, ennars er ég ekki mikið í þessu, bjórinn fynnst mér bara vondur í einu orði sagt, líkjörar finnst mér yfirleitt góðir.

Eigðu gott kvöld ljúfan

Kristín Gunnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 95625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband