Þetta er þarft málefni!

Hverjir vilja hjálpa mér að hjálpa öðrum? 

Tilefni skrifa minna hér, eru þau að í júlí  fór ég og heimsótti vinkonu mína í Reykjavík. þar sem  hún er að vinna sjálfboðavinnu hjá Hjálpræðishernum . Skrif hennar á blogginu höfði vakið athygli mína og var ég forvitin um það  starf sem þarna fer fram og langaði til að leggja þeim lið ef ég gæti.  Skemmst er frá því að segja að ég varð yfir mig undrandi á því sem ég sá og fræddist um, en jafnframt mjög döpur.  Þarna er nytjamarkaður og hagnaðurinn af þeirri sölu rennur til starfsins sem fer fram á efri hæðinni.  Ferlið er þannig hjá útigangsfólkinu, að það safnast saman niður á Her í miðborginni og er keyrt þaðan í 7 manna bíl  út á Granda og þarf að fara 1-3 ferðir, keyrt er kunnar slóðir og þeir sem ekki hafa getað komið sér sjálfir niður á her og liggja jafnvel á götunni, eru bornir uppí bílinn. Á Eyjaslóð er tekið á móti þeim með heitum staðgóðum mat, fólkið kemst í bað og fær hrein föt, einnig getur fólkið sofið og hvílt sig í uppbúnum rúmum og eins privat og hægt er.  kl.17.00 er staðnum svo lokað og hvert fer fólkið? aftur á götuna. Það ætti enginn að þurfa að deyja í okkar landi skítugur og svangur og þeirrar trúar að öllum sé sama um hann.  Þessi starfsemi Hjálpræðishersins er styrkt af Hernum í Noregi svo hægt sé að vinna þetta góða starf hér á landi. Aðeins einn af öllu þessu fólki er á launum, 3-5 starfsmenn eru þarna hvern dag.  Það er ekki laust við að ég sem Íslendingur skammist mín fyrir hönd þjóðar minnar að standa svona illa að málum útigangsfólks, að við þurfum aðstoð frá Noregi til að geta unnið þetta góða starf.  Til fróðleiks vil ég geta þess að frá 1.jan. til 15.júní eru komur í athvarfið 1633. Hér get ég einfaldlega ekki látið staðar numið.  Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum.  Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best.  Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.Þeir sem vilja vera með mér í þessu verkefni geta haft samband við mig í síma: 482-4262 eða 865-8698 og ég get sótt, eða þið komið hlutum til mín. Ég bý á Selfossi og mun safna hér í bæ og í nágrenni Með von um góðar undirtektir þakka ég ykkur fyrir að lesa þetta og ég hlakka til að sjá viðbrögð ykkar.      Merki hersins       

Ef einhverjir þarna úti eru tilbúnir að setja þetta á síðurnar sínar þá er það vel þegið.

TEKIÐ AF BLOGGINU HENNAR ÁSDÍSAR SIG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta mín kæra, því fleiri sem lesa þetta, því fleiri kynnast því hversu gott málefni þetta er.  Takk og kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Rose Glitter

Sæl Brynja mín.

Flott hjá þér að auglýsa þetta frábæra framtak hennar Ásdísar.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært framtak.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Aprílrós

Já ég tek undir þetta sem ritað er hér að ofan, og þetta er frábært framtak hjá ykkur. Ég ætla að finna eitthvað hjá mér sem ég er hætt að nota og hef ekki samt tímt að láta fra mér, tilgangslaust að geyma það sem ekki er notað.. Er það bara fatnaður sem þarf ?

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 13.8.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þarna er unnið þarft verk, að sinna þessu fársjúka fólki.    Það er gott að fleiri viti af þessu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:14

6 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 13.8.2008 kl. 01:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Tiger

Já Brynja mín - þetta er frábært hjá Ásdísi - ég var einmitt að tengja til hennar líka á mína síðu. Vel gert hjá þér!

Knús og kram á þig skottið mitt ..

Tiger, 13.8.2008 kl. 02:50

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:40

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég ætla að gefa nærjur og sokka - hvert á ég að koma með það?

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:55

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:41

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:08

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kristín Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:12

14 Smámynd: Brynja skordal

Vil benda ykkur elskur sem eruð að spyrja hvar sé hægt að koma Fatnaði og svoleiðis á síðuna hennar Ásdísar sig sem er hér til hliðar í bloggvinum allar upplýsingar þar góða fólk og ástarþakkir fyrir innlit knús á línuna

Brynja skordal, 13.8.2008 kl. 14:27

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:26

16 identicon

Hæ Brynja mín. Já við erum bara að flytja til danaveldis á morgunn. Gummi er að fara í skóla. Mér líst vel á að þið komið og kíkið við látum ykkur fá númerin þegar við fáum þau en þetta er emailið okkar. Hafið það sem allra best. Biðjum að heilsa öllum kær kveðja Birna, Gummi og börn

Birna spáni (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:53

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Brynja, viltu kíkja á mína síðu og taka þátt?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:14

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kær kveðja til þín ljúfust

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 11:12

19 Smámynd: Tína

Kramkveðja á þig Brynja mín og óskir um ljúfa og skemmtilega helgi.

Tína, 17.8.2008 kl. 10:12

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 13:44

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi gengur söfnunin vel .

Knús á tig og bestu kvedjur

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband