Nammi namm

út að borða og fl 048 Hún Dóttir mín setti þessa uppskrift í bæjarblaðið bb á ísó um daginn þarna er hún reyndar á þessari mynd að borða ís með súkkulaði mikil innlifun hjá henniKissing

Sælkeri vikunnar – Ólafía Sif Magnúsdóttir á Ísafirði | 02.10.2008Beikon-fiskur í ofni og Mars mousse

Sælkeri vikunnar býður upp á tvær ljúffengar uppskriftir. Sú fyrsta er staðgóður og einfaldur ofnréttur sem samanstendur af fiski og beikoni með osti stráð yfir. Í eftirrétt er svo Mars mousse sem ætti að láta engan sannan súkkulaðiunnanda ósnortinn.

Beikon-fiskur í ofni

3-4 ýsuflök (roðlaus og beinhreinsuð)
1 poki hrísgrjón
1 og 1/2 dós piparsósa
Beikon
Rifinn ostur
Aromat
Karrý

Sjóðið hrísgrjónin og setjið í eldfast mót. Blandið 1-1/2 tsk karrý við hrísgrjónin. Raðið síðan fiskbitum ofaná og stráið aromati eftir smekk yfir. Loks er piparsósunni hellt yfir og beikonið skorið í teninga og látið þekja fiskbitana. Sett í ofn í 30 mín við 200 gráður, fiskurinn tekinn út og osti stráð yfir og sett aftur inn í ofn þangað til osturinn er bráðnaður.

Mars mousse

4 mars súkkulaði
1/2 l rjómi (léttþeyttur)
2 eggjahvítur
2 msk nýmjólk
1/2 l rjómi þeyttur
Mars bitar eða eitthvað sem þú villt skreyta með

Skerið mars súkkulaðið í bita og setjið það í pott ásamt mjólkinni. Bræðið súkkulaðið við vægan hita þar til úr verður silkimjúk súkkulaðiblanda. Takið pottinn þá af hellunni og látið standa í 10 mín meðan mesti hitinn rýkur ú blöndunni og hellið henni svo í skál. Léttþeytið rjómann og blandið varlega samanvið. Eggjahvíturnar eru síðan stífþeyttar og blandað varlega samanvið súkkulaðirjómann. Setjið í fallega skál og kælið þar til blandan er orðin stíf. Rétt áður en þetta er borið fram má skreyta með þeyttum rjóma og marsbitum eða öðru góðgæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Mér líst vel á fiskinn, nema ætla að nota þorsk í staðinn. Ég er með alltof einhæft í fiski hér, nánast bara soðinn og steiktur.

Takk fyrir þetta

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 16.10.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Erna

Takk þetta ætla ég sko að prófa virðist  vera einfalt og gott. Eitthvað sem ég ræð örugglega við, þoli ekki flóknar uppskriftir. Skilaðu kveðju til sælkerans. Góða nótt

Erna, 16.10.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Líney

Knús á þig inní nóttina

Líney, 16.10.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Ómar Ingi

Fiskur er alltof hollur

Ómar Ingi, 16.10.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessuð.

Fiskrétturinn lítur vel út á blaði og eftirrétturinn líka. Hann er aftur á móti hrikalega fitandi. Algjör bomba og kransakökuhringirnir stækka hjá mér bara við að lesa uppskriftina

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að prófa þessa uppskrift af ýsunni.  Og kannski eftirréttinn líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Líst vel á fisk-uppskriftina og líst alltof vel á eftirréttinn

Svanhildur Karlsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:49

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Vá þetta hljómar mjög vel...ætla að prufa þetta ...og takk fyrir. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:58

10 Smámynd: Tína

Svo sannarlega á ég eftir að prufa þenna fiskrétt. Takk fyrir þetta.

Góða helgi yndislegust.

Tína, 17.10.2008 kl. 07:42

11 Smámynd: Linda litla

Nammi namm...... væri til í þetta núna í morgunmat he he he he

Knús á þig Brynja mín.

Linda litla, 17.10.2008 kl. 08:19

12 Smámynd: Helga skjol

Nammi nammi namm, þú ert alveg búin að bjarga mér með kvöldmatinn í kvöld, var einmitt búin að vera spá í hvernig ég gæti kokkað ýsuna á annan hátt en ég er vön að gera, ég er nefnilega alltof einhæf þegar kemur að fiski, enn þetta mun sko vera á borðum hjá mér í kvöld.

Knús inní daginn mín kæra

Helga skjol, 17.10.2008 kl. 08:47

13 Smámynd: Helga skjol

Ps. Eitt sem ég gleymdi að spyrja um, hvað er þetta með 1 og 1/2 dós piparsósu, get ég keypt hana tilbúna eða .......

Helga skjol, 17.10.2008 kl. 08:48

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Langar ad profa en er med ofnæmi fyrir flestu i uppskriftinni...Borda allavega fiskinn.Hljómar ædislega tessi uppskrift.

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 10:36

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Óstjórnlega girnilegt. Verð að prófa þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:39

16 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

nammi namm , ætla að prófa þetta

Guðrún Hauksdóttir, 17.10.2008 kl. 10:44

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Stórt knús Brynja mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2008 kl. 10:45

18 Smámynd: Brynja skordal

Helga skjol....það er hægt að kaupa svona kaldar piparsósur í dollum í flestum verslunum þú veist eins og maður notar oftmeð grillkjötinu á sumrin en svo má líka búa bara til piparsósu líka ef fólk vill það 
 

Takk fyrir kvittin Elskur og verði ykkur að góðu sem ætlið að elda þenna flotta fiskrétt og hafið öll sem eitt yndislega helgi knús á línuna

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 11:23

19 identicon

Mmmm, æðislega girnilegt, á örugglega eftir að prófa þetta

Góða helgi, kæra vinkona, bestu kveðjur

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:36

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Nammi namm og knús ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.10.2008 kl. 13:14

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

líst vel á þetta..............góða helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 16:04

22 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

uuuuuummmmm örugglega æðislegt prófa þetta örugglega seinna eigðu góða helgi ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:27

23 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Góða helgi ljúfan...

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:54

24 Smámynd: www.zordis.com

Taka þrjú verður fáorð! Get ekki sent inn til þín 500 orð plús ....

Girnilegt var meginþáttur komment míns!

www.zordis.com, 18.10.2008 kl. 13:41

25 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Maður verður bara svangur, þetta prófa ég næst þegar að ég fæ fisk

Kristín Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 15:11

26 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

 Coffee Drinker Góðan daginn  Kisses 





Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:49

27 Smámynd: Anna Guðný

Búinn að prófa fiskinn. Breytti að vísu aðeins. Setti fullt af hrísgrjónum í botninn. Þétt lag af þorski yfir. Bakaði upp karrísósu og setti yfir, reyndi aðeins að hræar henni saman við. Svo ost yfir og nammi namm. Tvö börnin mín fengu sér þrisvar á diskinn og voru alveg að springa. Það er orðið svo langt síðan ég hef séð svoleiðis að mömmumatarhjartað var að springa af ánægju. Eiginmaðurinn kom í land þarna eftir að hafa verið á sjónum í viku og fengið 5 af 7 máltíðum fisk. En þetta fannst honum samt æðislegt.

Takk fyrir uppskriftina.

Anna Guðný , 20.10.2008 kl. 00:59

28 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmmm þetta þarf maður að prófa við fyrsta tækifæri..... sem kanski verður í kvöld......

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:17

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega er þetta girnilegt! Verð að prófa......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:37

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

spurning! er einn líter af rjóma í uppskriftinni af marz mousse?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:44

31 Smámynd: Dísa Dóra

mmmmmmmmmmm þetta er sko girnilegt

Dísa Dóra, 20.10.2008 kl. 20:52

32 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummmmmmmmm......

Ég svara þér bara Hrönn ...nei 1/2

Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 21:19

33 Smámynd: Tiger

Geggjuð uppskrift þarna! Ég ætla að prufa hana bara strax í kvöld - enda ætlaði ég að hafa fisk núna. Takk fyrir þetta Brynja mín!

Knús og kreist á þig ljúfan mín góð ...

Tiger, 21.10.2008 kl. 14:21

34 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Slurp.  Ég þakka fyrir uppskrift.  Hún lítur rosalega vel út þessi með ýsunni.

Anna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband