22.10.2008 | 03:23
spurning hvort er pláss fyrir meiri neikvæðni!
Sjörnumerkin (neikvæðu hliðarnar)
Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kannt ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Bloggvinir
- Haraldur Haraldsson
- Líney
- Sigríður Ásdís Karlsdóttir
- Ragnheiður Hilmarsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Tiger
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Tína
- Ólöf Karlsdóttir
- Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir
- Erna
- www.zordis.com
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Svanhildur Karlsdóttir
- Linda litla
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
- Þröstur Unnar
- Gudrún Hauksdótttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Hólmdís Hjartardóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Helga skjol
- Katrín
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Dísa Dóra
- Helga Magnúsdóttir
- Fiddi Fönk
- Edda Agnarsdóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Hulla Dan
- Hjördís Inga Arnarsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Jens Guð
- Heiða B. Heiðars
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Aprílrós
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bryndís
- Halla Vilbergsdóttir
- Heiður Þórunn Sverrisdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Anna Einarsdóttir
- halkatla
- Bárður Örn Bárðarson
- Gunnhildur Ólafsdóttir
- Helga Dóra
- Pálmi Gunnarsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Dagbjört Pálsdóttir
- Siggan
- Guðjón H Finnbogason
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- lady
- Guðni Már Henningsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigrún Óskars
- Halla Rut
- Guðrún Hauksdóttir
- .
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Steinn Hafliðason
- egvania
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Dóra Maggý
- Hallgrímur Óli Helgason
- Kjartan Pálmarsson
- Benna
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Ásdís Ósk Valsdóttir
- Isis
- Rannveig Bjarnfinnsdóttir
- ......................
- Steingrímur Rúnar Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Kolgrima
- Elísabet Markúsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Sigga
- Anna Heiða Harðardóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Steini Thorst
- Brynjar Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Guðrún unnur þórsdóttir
- Dagný Kristinsdóttir
- Eva Benjamínsdóttir
- Mín veröld
- Ylfa Lind Gylfadóttir
- Baldur Smári Einarsson
- Rósa Harðardóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Ína Valsdóttir
- Oddrún
- Mamma
- Jónína Benediktsdóttir
- Hvassorð
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Jón Arnarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Sigríður Viðarsdóttir
- G Antonia
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Ásdís Rán
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Katrín Dröfn Markúsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Didda
- Fjóla Björnsdóttir
- Diet
- Svava frá Strandbergi
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Elísabet Sigurðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Kjartan Sæmundsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Svava S. Steinars
- Páll Magnús Guðjónsson
- Kreppumaður
- Sverrir Stormsker
- Dóra
- Lilja G. Bolladóttir
- steinimagg
- Sigrún Sigurðardóttir
- María Pétursdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Jac Norðquist
- Birna Guðmundsdóttir
- Signý
- Jakob Smári Magnússon
- Sifjan
- Linda
- Sigurjón Þórðarson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Einar Indriðason
- Huldabeib
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Landi
- Heiða Þórðar
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Heidi Strand
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Vefritid
- Kát Svínleifs
- Bailey
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Dúa
- Jóhannes Guðnason
- Jón Gerald Sullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
iss vér hrútar önsumessuekki knús á þig mín kæra
Líney, 22.10.2008 kl. 08:17
Ég tekkji ekki tessa meyju......
Gódann daginn snúllan tín.
Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 08:34
Nei þekki heldur ekki þetta ljón....isss við mótmælum hástöfum sko....er það ekki bara spurning hver hefur samið þetta?? En hver sem var mjög ja veit ekki..
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 08:40
Mitt sjörnumerki Steingeitin passar alveg við fúl á móti
Erna, 22.10.2008 kl. 09:40
Hmmm, öskrandi ljón hér Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:22
Þar höfum við það! Annars kannast ég ekkert við þetta hjá Sporðdrekanum heheheh.... Hlýjar kveðjur inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:57
Ha haha ég er naut og þetta er kanski til í þessu ég veit það ekki, kallinn minn er fiskur Við erum greinilega bara týnd í peningum haha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:33
Almáttugur, ég þekki ekki þetta ljón þarna, nema þá helst að ég get verið löt
En, hvar fannstu þetta eiginlega? Þetta eru hörmulegar stjörnuspár hjá öllum.
Knús á þig, kæra vinkona
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:42
AAAAAAA Ljónið , mitt merki, ég er svo uppekin af sjálfri mér og elska að liggja í það mikilli leti að meira að segja Emma hreyfir mig ekki.
En ég elska Ljón og þekki nokkra karlmenn í ljóninu, þeir eru yndislegir, ákveðnir og tryggir, upp að vissu marki. Ekki treysta þeim of mikið.
Þeir vilja alltaf hafa ynjuna nálægt sér.
Kv Gleymmerei ynjan og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:43
"Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa."
Jebb!! Þetta er ég ;) Ég sé annars á þessu að ég væri bezt komin á Alþingi......
Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 11:52
Takið eftir krútt Geir haarde er Hrútur....og Davíð odds er steingeit hverju finnst þetta passa???
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 11:56
Segðu Hrönn!!!
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 11:57
Ég er krabbi og ég mótmæli... HÁSTÖFUM... Sá sem gerði þessar spár hefur greinilega verið MJÖG neikvæður.
En þetta passar VEL við kumbánana tvo Geir og Davíð.
Kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:36
Þessar lýsingar passa vel við þá félaga Geir og Dabba
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:36
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Haha..las þetta í morgun og hugsaði svo málið þar til nú. Það er hellingur til í þessu...
Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 13:00
ansessekki
kveðja frá voginni
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 17:06
Fiskurinn steinliggur
Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 17:44
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Þar fékk ég það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:27
Ja herna, ég segi bara pass.
Vogin broshýra og ljúfa xxxx
M, 22.10.2008 kl. 19:35
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:31
he he he he , gaman að lesa þessa bölsýni eða þannig mitt merki gæti alveg átt við mig . Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 22.10.2008 kl. 21:05
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Ekki er þetta nú að passa við mig Brynja mín
Gaman að þessu Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:33
Ég er fæddur í Ígulkerinu. Af hverju eru ekki til lýsingar á fólki eins og mér?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:49
Takk fyrir þetta... Eg er Naut og maðurinn sporðdreki...
Hafðu það gott mín kæra
Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 22:01
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kannt ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
1-12..... þetta er samið um mig og engan annan
Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 23:01
Þetta er alveg magnað - ég er fúllynd tilfinningasósa sem er sko ekki töff i.e. krabbi og maðurinn minn er agalausi tappinn sem heypur úr einu í annað..... Ég sé okkur svo í anda. Hann að böglast við eitthvað vonlaust verkefni sem hann ræður ekkert við og öslar í það næsta, meðan ég væli og skæli - ligg í þunglyndi og vorkenni sjálfri mér....... Okkar merki eru nú ekki sögð passa neitt sérlega vel saman, en með þessari spá er málið dautt.......
Kreppknús.....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:10
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.10.2008 kl. 23:25
Ég er naut og tel ekkert líkt með mér og stíflaðri rotþró!!
Velkomin í bloggvinahópinn minn Brynja
kv
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 22.10.2008 kl. 23:32
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Smellur eins og flís við rass.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:53
Já já dæmigerð meyja eins og stormur í tebolla,stressuð týpa pottþétt ég góða nótt ljúfust
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 23.10.2008 kl. 00:33
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum. Nei nei nei svona er ég ekki. Ég er ljúf og góð og það er ekki plat
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:09
Hrútur hér ;) kannast bara við óþolinmæðina og stundum fljótfærnina ;)
Eigðu góðan dag mín kæra :)
Aprílrós, 23.10.2008 kl. 07:15
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
Hmmmmmmmmmm nú skil ég betur afhverju ég opnaði fataverslun og gerðist þar með FORSTJÓRI................. svo reyndar veiktist ég og tók þá upp titillinn Forstjórafrú
Tína, 23.10.2008 kl. 09:05
Þetta er sko vitlaus hrútur ekki ég allavega
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:45
Sæl og blessuð.
Ég er Vog. Gargandi snilld eins og unglingarnir segja.
Guð veri með þér kæra vinkona
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:59
Ég er sporðdreki... og var stoltur af því þar til ...Núna !!! Takk fyrir að eyðileggja það ;) Ekki nóg að vera Íslenskur Hottintotti í Danmörku, heldur er ég í ömurlegu stjörnumerki..... best að ganga í sjóinn og hengja sig !! Hahahahaha nei nei bara "Green"
Jac
Jac Norðquist, 23.10.2008 kl. 17:30
Góður þessi, ég er sporðdreki og þetta passar algjörlega allt saman.
Knús til þín
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:52
Kanski að slæmu hliðarnar hafi með breytingarnar mínar að gera....it´s good to be evil sagði steingeitin og öskraði á lýðinn ...
www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 20:51
Ohhh mæ goooodd .. þar komst uppummig!
Nei, nú flý ég land sko! ... hot damn.
Knús á þig skottið mitt!
Tiger, 23.10.2008 kl. 23:12
Já eigum við að ræða það eitthvað eða ???'
Þetta er nú ekki alveg skothelt vesti sko. En þó ekki svo fjarri markinu.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 24.10.2008 kl. 15:23
Ég er Fiskur en maðurinn minn er Hrútur.
Stórt knús
Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 16:49
Meyja
steinimagg, 24.10.2008 kl. 22:04
Loksins stjörnuspá sem er "eitthvað að marka" Kannski ekkki alveg allt, en sumt og allnokkuð. Kveðja frá Nauti sem býr með Vatnsbera, Tvíbura og Krabba.
Allt í lukkunnar velstandi hjá okkur þrátt fyrir ýmsa galla heimilisfólks.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.