Hversu góðar eiginkonur eru þið já maður spyr sig??;)

1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15 mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.

9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.


(Úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Var hún ekki bönnuð þessi bók eða var hún djók?
                    Knúsý kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Meðan ég las hugsaði ég þetta hlýtur að vera grín og endirinn verður smellinn......sem hann líka var.......1950.......hjúkk að þetta gildir ekki í dag

Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Ragnheiður

ó boj... maður ætti að prufa þetta einn daginn bara til að stórhneyksla kallinn minn hehehe

Ragnheiður , 5.3.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samkvæmt þessu er ég léleg eiginkona og móðir hehehe virkilega síðan 1950 ? ja hérna tíminn líður eftir allt saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Reyndi bar nr.1 En það gekk ekki, og þess vegna er ég félagi í FEK.

Þröstur Unnar, 5.3.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: www.zordis.com

Ég er greinilega af öðrum heimi ... Eftir hvern er þessi bók????

www.zordis.com, 5.3.2008 kl. 19:54

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaa....

...nú skil ég hví ég bý ein.....

Hvaða félag er þetta FEK eitthvað sem ég ætti að vita um?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:57

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ps! Ég er nefnilega í FREK

Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:01

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Hrönn.Félagið heitir Félag einstakra karla.

Þröstur Unnar, 5.3.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var einmitt að spá í það úr hvað gamalli speki þetta væri

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég sé að ég er glötuð eiginkona

Svanhildur Karlsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Brynja skordal

Milla veit ekki hvort hún var bönnuð(vonandi)

ollasak já hjúkk...

Móðir já segðu...!!

Ragnheiður já það er sniðug hugmynd kannski maður láta slag standa í einn dag eða svo;)

ólafur hef ekki skoðað síðuna þína en gerðu bara það sem þú vilt....

Zordis veit það ekki væri gaman að vita...

Hrönn já þú meinar

þröstur ha bara nr 1 ja hérna

Gurrí já við hlæjum bara að svona rugli

Huld já spurning

Savnhildur neiiii við erum sko ekki glataðar en værum það ef við færum eftir þessu þarna ekki satt

Ásthildur já síðan 1950 en er samt viss um að það er einhver þarna úti sem fer eftir þessu kannski ekki öllu en sumu því miður segi ég

En samt gaman að sjá að þröstur tjáði sig hvar eru hinir herrarnir

Brynja skordal, 6.3.2008 kl. 00:14

14 Smámynd: Tiger

  &%$#"$(&$($%%(#$#$(%%)$%$$%)%$(%$($)%)%)%$$$)%)%)%&)%/$/$)%(=%/%$%&$#&#$"##"#"#$##%"%#&(%$(%$#$#$%#$%##$#.

Sko, þetta þarna uppi eru blótsyrði því ég kann ekki að blóta öðruvísi. Of dannaður til þess sko! En ég blótaði bara - því ég hef verið svikinn! Ég fékk ekki þessa meðferð, ég veit núna hvar konan fékk uppskriftina að fullkomnu heimili fyrir eiginkonuna! Hún hefur tekið þessi ráð og snúið þeim á karlpeninginn  - og ég trúði henni í blindni! Nú hef ég skúrað og skrúbbað og eldað og gert allt bara í hálfa öld.. nú verður lögsótt sko!

  

Tiger, 6.3.2008 kl. 01:39

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Minn fyrrverandi þoldi aldrei draslið!! ég er frekar löt að taka til og hef alltaf verið það.  En aldrei tók hann til sjálfur, það var mitt verk eins og allt annað á heimilinu.  Þess vegna bý ég ein með börnunum mínum í dag   Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2008 kl. 02:42

16 identicon

 

Hahahahahahahaha.Heimilisfræðiskennslubók hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:19

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er greinilega ekki góð eiginkona. En ég vitna bara í ekki minni speking en Guðríði Haraldsdóttur Himnaríkispáfa sem segir: Aldrei of illa farið með góða menn.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:23

18 Smámynd: Adda bloggar


Free Graphics - MySpace/Xanga/Friendster

Adda bloggar, 6.3.2008 kl. 11:07

19 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Vá ég tek undir með mörgum kvenmönnum hér á undan : Ekkert smá sem ég er léleg einkona & móðir  Ég hélt svona í fyrstu þegar ég las þetta að ég væri hreinlega ekki búin að vera gift nógu lengi ( 7 & hálft ár & aðeins 27 ára ) en sá svo undir lokin hversu gamalt þetta var, foreldrar mínir ekki einu sinni fæddir  

Alger snilld annarrs að lesa þetta, takk fyrir þetta

Dagbjört Pálsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:46

20 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hvað er að ykkur, svona er þetta á mínu heimili alla daga.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 08:17

21 Smámynd: Brynja skordal

Tíci minn ææ ekki gott að láta fara svona með sig snúðu vörn í sókn

Jóna iss draslið er bara til að sýna að einhver býr á heimilinu

Birna já skondið

Steingerður já svo satt

Adda takk

Dagbjört Já segðu sem betur fer er þetta úrelt

Einar Tímarnir breytast og mennirnir með

Valli já gaman af þessu

Guðborg segðu vissi að ein væri með viti sko

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 09:08

22 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sem betur fer er þetta gömul bók Frábært að lesa þetta, æðislegt hjá þér að setja þetta inn. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 10:52

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Brynja. Ég kýs að halda áfram að stunda piparinn og það með sæmd. Þessu nenni ég ekki.

Aumingja Tigercopper

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:04

24 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Stelpur, Guð, takið þið ekki svona vel á móti bóndanum og sinnið heimilinu eftir þessu????

Hvað er í gangi með ykkur alltaf err þetta svona hjá mér

eða EKKIsko

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.3.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband