Góður sunnudagur...

Allir vöknuðu hér hressir og kátir í morgun síðan um hádegisbil var farið að hafa sig til fyrir Messuferð í kirkjuna okkar í dag var hið árlega Bjargarkaffi eftir messu þá er hlaðborð af kökukræsingum þegar messu er lokið séra Pétur í óháða er með skemmtilegustu messur sem ég hef verið í og tekur hann ávalt upp sinn gítar og syngur með krökkunum og trallar þeim til mikillar ánægju og flest öll fermingar börnin mættu líka minn strákur fermist næsta sunnudag og var verið að ræða við okkur um lokaundirbúning..

Eftir allt kökuátið var brunað í smáralindina til að versla Fermingaföt á drenginn og eftir mikið labb og pælingar tókst okkur að finna allt nema skóna þeir verða væntanlega bara keyptir hér á skaganum enda vill hann ekki einhverja spariskó heldur svona sem hann getur notað líka hversdags eftir ferminguna(hann ræður núna) Annað er svona allt að smella saman smotterí eftir sem verður klárað í vikunni er nú ekkert að stressa mig þetta kemur allt saman enda orðin vönWink

Fengum okkur ís á leiðinni heim í mosó síðan er ég bara búinn að liggja á meltunni eftir allt kökuátið úff maður verður einhvern veginn svo uppþanin af þessum kökum og lengi saddur en hafiði tekið eftir því hvað maður verður þyrstur eftir svona kökur þamba endalaust vatnWoundering hafið góðar stundir yndislegu bloggvinirHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sá þrælflotta karlmannsskó í Nínu í gær, strákurinn minn keypti sér spariskó á 5.000 kall en svo voru aðrir svolítið dýrari sem passa við fermingarföt jafnt sem gallabuxur. Mikið úrval.

Hefði verið gaman að komast í hlaðborð ... hehehehehe! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Blessuð Brynja, gaman að fá þig fyrir bloggvin, og ef ég þekki þig af myndinni rétt, þá bið ég að heilsa Magga?

Hallgrímur Óli Helgason, 9.3.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Brynja. Gaman að lesa um hvað þið voruð að gera í dag. Gott að heyra að það sé líflegur prestur hjá ykkur. Gangi þér vel með fermingarvertíðina. Nóg að gera hjá þér næstu daga.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Brynja skordal

Honum langaði í Ecco skó en ekkert var til í hans nr svo við skundum í Nínu og kaupum skó þar ekki spurning enda flott búð já alltaf flott að komast á hlaðborð

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sé að þetta er allt að smella hjá fleirum en mér  

Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Brynja skordal

Takk Hallgrímur jú mikið rétt við ættum nú að þekkjast vel skila kveðjunni til Magga góðar kveðjur í víkinna fögru

Rósa takk fyrir það já séra pétur er sá hressasti í bransanum yndislegur alveg

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Brynja skordal

Huld ert þú líka að láta ferma núna? já gott þegar allt er yfirstaðið fyrir páska

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég þarf ekki að ferma fyrr en eftir 5 ár og það verður fyrsta fermingin mín :) ég var orðin svo gömul þegar ég átti eldri stelpuna mína var orðin 31 ára, en gangi þér vel með þetta allt saman

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:11

9 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Gangi þér vel í fermingarstússinu & takk fyrir afmæliskveðju stráksins  Afmælisveislan hans var einmitt í dag svo það var líka mikið um kökuát á þessum bænum

Dagbjört Pálsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:23

10 Smámynd: www.zordis.com

Sonur minn er núna í fermingarudnirbúningi, við tókum messuna í morgun sem var bara gott!  Drengurinn er 7 ára og á að fermast eftir 2 ár!  Ekki seinna vænna að aðlaga familíuna

Gangi ykkur allt í haginn með áfangann!

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

namm kökuhlaðborð, gangi þér vel með fermingar undirbúninginn.  Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2008 kl. 01:45

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þið hafið átt góðan dag saman, ekki skemmir það að fá svona kaffihlaðborð.
Strákurinn hlýtur að fá sko í Nínu annars er víst flott skóbúð í Borgarnesi.
Mér finnst eiginlega betra að kaupa mér skó úti á landi heldur en í Reykjavík.
                                           Knúsý kveðjur Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2008 kl. 08:24

13 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég er búin með minn fermingarkvóta, já Nína er flott búð, verslaði þar oft þessi 15 ár sem ég bjó í Borgarnesi

Svanhildur Karlsdóttir, 10.3.2008 kl. 09:44

14 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 10.3.2008 kl. 10:38

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 13:27

16 Smámynd: Tiger

   ójá... maður verður bara þreyttur og syfjaður á öllu svona kökutilstandi. Svona tímabil er ekkert nema til að blása mann út og láta mann fá samviskubit vegna óhollustunnar - en hey - it´s soo good og maður þarf nú á því að halda að setja í sig smá sætleika af og til... Knús á þig Brynja.

Tiger, 10.3.2008 kl. 19:05

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er ég forvitin, kveðja frá Halla til Magga í víkinni fögru, þá dettur mér í hug Húsavík, því Halli er jú að norðan eins og ég, þekki ég þá kannski hann Magga.??

kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 22:17

18 Smámynd: Brynja skordal

Búinn að svara þér Ásdís á þínu bloggi

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 23:06

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 11.3.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Brynja skordal
Brynja skordal
Ég er 6 barna Mamma á skaganum með meiru og á líka 2 ömmukríli

brynja_har@hotmail.com

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 95625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband